Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

12.11.2010 13:17

Stofnun ungmennadeildar

Stofnfundur Ungmennadeildar Blóðgjafafélags Íslands (UBGFÍ) verður haldinn sunnudaginn 14. nóvember, í sal Blóðbankans, að Snorrabraut 60, 105 Reykjavík, kl. 14:11.
Á stofnfundinum mun meðal annars eiga sér stað nánari kynning á deildinni og fyrsta stjórn hennar vera kjörin.

Sérstakir gestir fundarins verða Ólafur Helgi Kjartansson, formaður Blóðgjafafélags Íslands og Dr. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans.

Markmið með starfsemi Ungmennadeildar Blóðgjafafélags Íslands eru:
Að skapa ungu fólki vettvang til að sinna málefnavinnu fyrir unga blóðgjafa og auka þannig þátttöku og áhrif ungs fólks í félaginu. Stuðla að fjölgun ungra blóðgjafa á Íslandi og að efla vitund ungs fólks á blóðgjöf og nauðsyn þess fyrir samfélagið.

Kjörgengi til stjórnar UBGFI hafa allir félagsmenn BGFI yngri en 30 ára.

Nánari upplýsingar veitir Jón Þorsteinn Sigurðsson í síma 891-8732.