BGFÍ
Nafn:
BGFÍ Blóðgjafafélag ÍslandsFarsími:
8930733Afmælisdagur:
16. júlí 1981Heimilisfang:
Snorrabraut 60, 101 ReykjavíkBankanúmer:
512-14-100900Blóðgjafar á Facebook
Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar
14.11.2010 21:40
Ungmennadeild Blóðgjafafélags Íslands
Ungmennadeild Blóðgjafafélags Íslands eða UBGFÍ, var stofnuð í dag
14.11 klukkan 14:11. Markmið með stofnun UBGFÍ er að ungt fólk fái vettvang
til að hafa áhrif á vinnu BGFÍ ásamt því að ná til ungs fólks á aldrinum
18 til 30 ára sem nýja blóðgjafa. Ungt fólk eru mikilvægir blóðgjafar í
okkar samfélagi og því mikilvægt að skapa því vettvang innan
Blóðgjafafélags Íslands.
Stofnfundurinn var haldin á afmælisdegi Blóðbankans sem fagnar 57
ára afmæli sínu í dag. Sérstakir gestir fundarins voru Ólafur Helgi
Kjartansson, formaður Blóðgjafafélags Íslands og Sveinn Guðmundsson forstöðulæknir Blóðbankans. Báðir
héldu þeir erindi um stofnun félagsins og mikilvægi ungs fólks í
blóðgjöf ásamt því að afmælissöngurinn var sunginn þar sem hver söng með sínu
nefi.
Lög ungmennadeildarinnar voru samþykkt og fyrsta stjórn hennar kjörin. Jón Þorsteinn Sigurðsson var valinn formaður UBGFÍ en aðrir í stjórn eru Fjóla Dögg Sigurðardóttir, Hannes Arnórsson, Hildur Vattnes Kristjánsdóttir og Telma Huld Ragnarsdóttir.
Lög ungmennadeildarinnar voru samþykkt og fyrsta stjórn hennar kjörin. Jón Þorsteinn Sigurðsson var valinn formaður UBGFÍ en aðrir í stjórn eru Fjóla Dögg Sigurðardóttir, Hannes Arnórsson, Hildur Vattnes Kristjánsdóttir og Telma Huld Ragnarsdóttir.
Ávarp formans BGFÍ á stofnfundi UBGFÍ
Skrifað af Stjórnin