Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

16.11.2010 13:05

Merki UBGFÍ

Mánudaginn 15. nóvember var fagnað 57 ára afmæli Blóðbankans sem stóð upp á sunnudaginn 14. Til fagnaðarins var boðið ráðherrum, landlækni og forsvarsmönnum Landspítala, en ekki sáu allir sér fært að mæta. Þá mættu stjórnarmenn Blóðgjafafélags Íslands og Ungmennadeildar BGFÍ ásamt Kristjáni Sturlusyni framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands. Rauði krossinn hefur verið dyggur samstarfsaðili Blóðbankans og Blóðgjafafélagsins á undanförnum árum.

Á fundinum UBGFÍ logoheiðraði Sveinn Guðmundsson forstöðulæknir Blóðbankans þá fimm blóðgjafa sem að undanförnu hafa lagt það á sig að ferðast til Noregs til að gefa stofnfrumur. Blóðgjararnir eru á stofnfrumugjafaskrá Blóðbankans sem er liður í umfangsmiklu alþjóðlegu samstarfi um stofnfrumugjöf. Með því að halda alþjóðlega skrá aukast líkur á að hægt sé að tryggja þeim sjúklingum sem þurfa á stofnfrumum úr óskyldum einstaklingum að halda, meðferð með frumum án þess að ónæmiskerfi sjúklingsins hafni þeim.

Þá kynnti Jón Þorsteinn Sigurðsson, nýkjörinn formaður Ungmennadeildar Blógjafafélags Íslands nýtt merki UBGFÍ. Merkið hannaði Magnús Elvar Jónsson og gaf hann UBGFÍ alla vinnu við útfærslu og teiknun á merkinu.