Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

30.01.2011 20:02

Blóðgjöf í Úkraínu

Sennilega getur það hent okkur öll að gleyma því hve lánsöm við erum að hafa í samfélagi okkar hluti sem ekki eru jafn sjálfsagðir hjá öðrum þjóðum. Blóð til lækninga er eitt af því sem við Íslendingar erum svo heppin að hafa haft í nægu magni síðan fyrir miðja seinustu öld. Þó byggja blóðbirgðir okkar á því að einhverjir okkur ókunnugir gefi sér tíma til þess að leggja lykkju á leið sína gegnum daginn og koma við í Blóðbankanum eða Blóðbankabílnum og gefa blóð, án nokkurs endurgjalds.

Ef við setjum okkur í spor Úkraínubúa, sjáum við fljótt hve heppin við erum að þessu leyti. Í Úkraínu er engin opinber blóðbankastarfsemi, þar sjá sjúkrahúsin um að safna blóði til lækninga og þau sinna því hlutverki oft slælega. Jafnframt eru skimunarmál víða í ólestri og nokkuð um að óskimaðir og jafnvel smitandi blóðhlutar séu notaðir í lækningaskyni. Þess vegna kemur það oft í hlut aðstandenda sjúklinga að útvega blóðgjafa og tryggja skimun blóðs þegar þörf er á blóðgjöf til einhvers í fjölskyldunni. Oftar en ekki þurfa aðstandendur að grípa til þess að greiða ókunnugum fyrir það að gefa blóð.

Í myndbandinu hér að neðan er frétt frá Úkraínu sem fjallar um þessi mál. Þar má sjá viðtal við móður drengs með hvítblæði, en hún hefur þurft að greiða jafnvirði 20-30 bandaríkjadala eða um 3000 íslenskar krónur fyrir hverja blóðgjöf sem nýtt er til lækninga á syni hennar. Mánaðarlaun hennar jafngilda um 18.000 íslenskum krónum.