Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

08.06.2011 11:44

Alþjóða Blóðgjafadagurinn 14. júní

Hinn 14. júní næst komandi verður haldinn hátíðlegur Alþjóða Blóðgjafadagurinn til heiðurs öllum þeim gjafmildu blóðgjöfum sem fórna tíma og nokkru af sjálfum sér í þágu annarra sem ekki eru jafn lánsamir að vera við góða heilsu. Við gleðjumst með blóðgjöfum og sýnum þeim virðingu af þessu tilefni. Hátíðin verður í Blóðbankanum við Snorrabraut 60 í Reykjavík, sem verður opinn verður opinn frá kl. 8 til 17. Þar verður boðið upp á pylsur og tónlistaratriði. Þess má geta að ýmsir hafa stutt Blóðbankann og Blóðgjafafélagið, BGFÍ, af þessu tilefni, Íslenzkir blómabændur, Síld og Fiskur og Guðnabakari á Selfossi. Hreyfing gefur blóðgjöfum þriggja daga kort í líkamsrækt alla næstu viku. Allt verður þetta seint fullþakkað.

Hinn 16. júlí í sumar verður Blóðgjafafélag Íslands 30 ára, en það var stofnað þennan dag  árið 1981. Þess verður einnig minnzt hinn 14. júní n.k.

Alþjóða blóðgjafadagurinn (World Blood Donor Day) er átak WHO, Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar, Alþjóða Rauða Krossins, Alþjóðasamtaka blóðgjafafélaga (International Federation of Blood Donor Organizations), en BGFÍ er félagi, og Alþjóðasamtaka blóðgjafar (International Society of Blood Transfusion). Rúmlega 190 aðildarríki WHO, meira en 180 landsamtök Rauða Krossins, 54 landssamtök blóðgjafafélaga og þúsundir sérfræðinga um blóðgjafir taka þátt. Rótarý- og Lionsklúbbar víða um heim koma að verkinu og fleiri ásamt heilbrigðisyfirvöldum á hverjum stað.

Mikilvæg er að heilbrigt fólk á aldrinum 18 til 65 ára gefi blóð. Sérstakt fagnaðarefni er fjölgun ungra kvenna í hópi blóðgjafa Blóðgjafir eru stór þáttur í heilbrigðiskerfinu, sem ekki má gleymast. Með hátíðahöldum er þeim nærri 10 þúsund virku blóðgjöfum sem leggja sitt af mörkum á Íslandi, með nálægt 15 þúsund blóðgjöfum ár hvert, þakkað fyrir mikilvægt framlag. Ungt fólk er hvatt til þess að gerast blóðgjafar enda er það gott merki um heilbrigðan lífsstíl.

Sýnum samstöðu með blóðgjöfum og mætum með góða skapið í Blóðbankann þriðjudaginn eftir hvítasunnu. Til hamingju með blóðgjafadaginn íslenzkir blóðgjafar og þakkir fyrir ómetanlegt, sjálfboðið og óeigingjarnt framlag ykkar. Þið eruð hvattir til að gefa af þessu tilefni.

Með kveðjum og þökkum.

Ólafur Helgi Kjartansson
Formaður Blóðgjafafélags Íslands og Sýslumaður á Selfossi