Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

14.06.2011 18:24

14. júní

Í dag, 14. júní 2011, héldu Blóðgjafafélag Íslands og Blóðbankinn Alþjóðablóðgjafadaginn hátíðlegan í Blóðbankanum við Snorrabraut 60 í Reykjavík og á Akureyri. Vel var tekið á móti blóðgjöfum, sem öðrum gestum. Allir fengu rauða rós að launum fyrir blóðgjöf. Stjórn Blóðgjafafélags Íslands grillaði pylsur fyrir gesti, starfsfólk og blóðgjafa. Hinn prýðilegi tónlistarmaður Skúli Þórðarson - Skúli mennski mætti í Blóðbankann og spilaði og söng fyrir blóðgjafa og alla viðstadda. Framlag hans mæltist vel fyrir. Hann sýndi hvað í honum bjó og hitaði um leið upp fyrir útgáfutónleika sína, Búgí, á Café Rosenberg og  dró hvergi af sér og með skemmtilegum söng og textum.

Allir lögðu sig fram um að gera daginn eftirminnilegan. Blóðgjafi sem í dag gaf í 101. sinn fékk afhenta viðurkenningu og er kominn í hóp hundraðshöfðingja. Morgunblaðið og Rás 2 gerðu hátíðinni góð skil. Fyrsti hundraðshöfðinginn á Íslandi Þórður Bergmann Þórðarson kom í heimsókn, hitti blóðgjafa og starfsfólk og ræddi við fólk. Þórður náði 100 gjafa áfanganum 1992 og var einnig fyrstur til að gefa 125 blóðgjafir, en það mark náðist árið 1998.

Blóðgjafafélagið bauð blóðgjöfum, starfsfólki og gestum afmælistertu, en félagið verður 30 ára hinn 16. júlí n.k. Um 60 blóðgjafar mættu og gáfu, sem telst gott á þriðjudegi , að ekki sé talað um í stytztu vinnuviku sumarsins, sem aðeins telur 3 virka daga. Margir gestir litu við.

Blóðgjafafélagið þakkar þeim sem studdu hátíðina, Síld og Fiski, Íslenzkum Blómabændum, Guðnabakaríi á Selfossi og öllum sem glöddust með Blóðbankanum og félaginu stuðninginn.Traustir, hraustir og góðir blóðgjafar eru íslenzku samfélagi ómetanlegir. Hafið þið öll heilar þakkir fyrir daginn.