Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

24.02.2012 20:31

Aðalfundur 2012

Aðalfundur Blóðgjafafélags Íslands var haldinn 23. febrúar 2012 sl.

Að venju voru á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf og heiðrun blóðgjafa. Auk þess fluttu þau Signý Gunnarsdóttir og Stefán Einar Stefánsson erindi um reynslu sína sem blóðþegi og blóðgjafi. Stefán hefur gefið blóð í nokkur ár, en ungur sonur Signýjar greindist með hvítblæði og hefur bæði þurft á rauðum blóðkornum og blóðflögum að halda í baráttu sinni við þennan illvíga sjúkdóm. Það er afar hvetjandi fyrir blóðgjafa að fá slíka frásögn af reynslu þeirra sem þyggja blóð og hvetur þá til að halda áfram sínu mikilvæga starfi.

Forseti Íslands heiðrar þá sem hafa gefið blóð eða blóðhluta í 150 skipti með sérstöku heiðursskjali. Að þessu sinni voru fjórir menn heiðraðir með þessu móti, þeir Brynjar V. Dagbjartsson, Gísli Þorsteinsson, Ólafur Helgi Kjartansson og Páll Jóhann Guðbergsson. Fjölgaði þar með í þessum heiðursflokki úr þremur upp í sjö á einu bretti.

Þær breytingar urðu á stjórn félagsins á þessum fundi að Óli Þ. Hilmarsson gekk úr stjórn eftir langt og farsælt starf en í hans stað kom í stjórina Telma Huld Ragnarsdóttir sem verið hefur formaður Ungmennadeildar BGFÍ undanfarið ár. Óla eru þökkuð störf hans á undanförnum árum og Telma boðin hjartanlega velkomin til starfa.