Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

15.06.2012 14:22

Alþjóðadagur blóðgjafa

Blóðgjafafélag Íslands og Blóðbankinn héldu alþjóða blóðgjafadaginn hátíðlegan þann 14. júní. Tilgangur þessa dags er að vekja athygli á blóðgjöfunum og því mikilvæga hlutverki sem þeir gegna ásamt því að hvetja sem flesta til þess að gefa blóð.

Blóðgjöfum og gestum var boðið upp á grillaðar pylsur, bæði í hádeginu og einnig milli klukkan fimm og sjö. Öllum sem komu til að gefa blóð þennan dag var færð rauð rós í þakkarskyni. Þar sem börn eru blóðgjafar framtíðarinnar, var lögð áhersla á að bjóða upp á skemmtun fyrir þau og blóðgjafar og aðrir gestir hvattir til að taka börnin með í Blóðbankann þennan daginn. Öll börn sem komu í heimsókn fengu gasblöðru, þeim var líka boðið upp á andlitsmálun og á grasbalanum við Blóðbankann gátu þau skemmt sér í stóreflis hoppukastala. Undir lok dagsins mætti tónlistarmaðurinn Ingó úr Veðurguðunum og lék nokkur lög fyrir blóðgjafa og gesti.

Í tilefni dagsins tók Stöð2 viðtal við Gísla Þorsteinsson blóðgjafa, en hann gaf sína 152. gjöf í bankanum þennan dag. Viðtalið við Gísla má sjá hér.

Til að halda þennan dag hátíðlegan var leitað til ýmissa aðila sem studdu Blóðgjafafélagið og Blóðbankann í því að gera hátíðina sem best úr garði. Hjartanlegar þakkir fyrir það fá íslenskir blómabændur, Síld og fiskur, Guðnabakarí á Selfossi, Vodafone, Íslensk erfðagreining, Skátasamband Reykjavíkur, Lýðheilsufélag læknanema og Ingólfur Þórarinson - Ingó. En síðast en ekki síst þakka Blóðgjafafélagið og Blóðbankinn öllum þeim blóðgjöfum og gestum sem lögðu leið sína í Blóðbankann á þessum hátíðisdegi blóðgjafa kærlega fyrir komuna.