Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

17.09.2012 10:58

Blóðug, alþjóðleg ráðstefna ungs fólks

Dagana 27. ágúst til 2. september var haldin á Íslandi alþjóðleg ráðstefna ungra blóðgjafa og áhugafólks um blóðgjafir. Ráðstefnan var tvískipt, en á fyrri hluta hennar voru 18 þátttakendur frá 10 löndum. Var þar meðal annars farið yfir sérstöðu æskulýðsfélaga blóðgjafa í hverju þátttökulandi. Síðari hluti ráðstefnunnar var alþjóðafundur ungmennahreyfingar blóðgjafa, International Youth Committee (IYC) en þangað mættu um 60 þátttakendur frá 18 löndum. Þar var haldið áfram með fyrri umræður auk þess sem sérstök áhersla var lögð á það hvernig auka mætti sýnileika blóðgjafar, fjölga blóðgjöfum og rætt um mikilvægi sjálfboðinnar þjónustu við að safna virkum blóðgjöfum.

Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sem setti alþjóðafundinn (IYC) og ávarpaði þátttakendur. Aðrir gestir voru Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans og Tómas Guðbjartsson prófessor í skurðlækningum. Saman fóru þeir yfir það hve blóðgjafar gegna mikilvægu hlutverki í heilbrigðiskerfi hvers lands og nauðsyn þess að eiga tryggar blóðbirgðir. Einnig lögðu þeir áherslu á mikilvægi frjálsra félagasamtaka sem vinna ötula vinnu í sjálfboðinni þjónustu við að halda merkjum blóðgjafar uppi og hafa vakandi auga fyrir leiðum til að fjölga blóðgjöfum.

Ráðstefnan var haldin af Ungmennadeild Blóðgjafafélags Íslands (http://www.bgfi.is/page/30539/) og var ráðstefnan styrkt af Evrópu unga fólksins (Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, e. Youth in Action), samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Evrópa unga fólksins á Íslandi veitir á hverju ári styrki að upphæð 1.400.000? til góðra verkefna sem skipulögð eru af ungu fólki og/eða fyrir ungt fólk (13-30 ára).