Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

20.11.2012 13:01

Aðalfundur UBGFÍ

Aðalfundur Ungmannadeildar Blóðgjafafélags Íslands var haldinn þann19. nóvember síðastliðinn. Fundarstjóri var Unnur Hjálmarsdóttir. Á fundinum var farið yfir líðandi starfsár, fjármál félagsins og
framtíðarplön. Einnig var haldinn fyrirlestur um blóðgjafir á bráðamóttöku, fyrirlesari var Anna María Þórðardóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun.

Kosningar fóru fram og var kosið um 3 embætti til tveggja ára og 1 embætti til eins árs. Úrslit kosninga voru eftirfarandi:
- Fjóla Dögg Sigurðardóttir, endurkjörin til tveggja ára
- Samúel Sigurðson, kosinn til tveggja ára
- Marijke Bodlaender, kosin til tveggja ára
- Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, endurkjörin til eins árs.

Einnig fór fram kosing varamanna og voru úrslit eftirfarandi:
1. varamaður: Sandra Seidenfaden
2. varamaður: Guðrún Katrín Oddsdóttir
3. varamaður: Helgi Egilsson

Formaður var kosin 2011 og mun sitja út næsta starfsár. Núverandi formaður er Telma Huld Ragnarsdóttir. Tveir stjórnarmeðlimir hætta í ár, það eru þau Hannes Arnórsson og Þrúður Kristjánsdóttir. Stjórn UBGFÍ vill þakka fráfarandi stjórnarmeðlimum kærlega fyrir samstarfið
undanfarin ár ásamt því sem við bjóðum nýja stjórnarmeðlimi velkomna í félagið!