Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

19.02.2013 17:49

Aðalfundur 2013

Aðalfundur Blóðgjafafélags Íslands var haldinn í K-byggingu Landspítalans fimmtudaginn 28. febrúar 2013 sl.

Á dagskránni voru venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Lagðir voru fram reikningar og samþykktir. Gerð var tillaga um áframhaldandi árgjald í félagið upp á 0 krónur og var hún samþykkt með lófataki. Úr stjórn gengu að þessu sinni Hafrún Dóra Júlíusdóttir og Jón Þorsteinn Sigurðsson. Voru þeim færðar hjartanlegar þakkir fyrir ötult starf í þágu félagsins. Inn í stjórn komu í þeirra stað Marijke Bodlaender, sem jafnframt situr í stjórn Ungmennadeildar Blóðgjafafélagsins og Vilhjálmur Þorsteinsson.

Guðbjörn Magnússon hetjublóðgjafi ávarpaði fundinn. Guðbjörn var fyrstur manna hér á landi til að gefa í 150 skipti og er sá Íslendingur sem oftast hefur gefið blóð. Á honum er engan bilbug að finna og gefur hann enn blóð reglulega.

Kári Hreinsson gjörgæslu- og svæfingalæknir flutti fræðsluerindi um breyttar áherslur í notkun blóðhluta við miklar blæðingar. Góður rómur var gerður að erindi Kára, enda er það blóðgjöfum mikilsvert að fá frá fyrstu hendi upplýsingar um það gagn sem þeir gera með gjöfum sínum.

Við heiðrun blóðgjafa sem náð hafa markverðum árangri á blóðgjafaferlinum náðist sá ánægjulegi atburður að fyrsta konan var heiðruð fyrir 100 gjafir. Þar var á ferð Sigrún Eðvarðsdóttir.