Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

22.04.2013 23:11

Við styðjum Blóðflokkinn og Ég á líf

Í dag var mikið um dýrðir í Blóðbankanum þar sem tveimur auglýsingaherferðum var ýtt úr vör í einu. Herferðirnar eru samstarfsverkefni Blóðgjafafélags Íslands, Ungmennadeildar BGFÍ og Blóðbankans. Annars vegar var um að ræða „Ég á líf“ sem byggir á samvinnu við íslenska Evróvisionfara og svo hins vegar „Ég styð blóðflokkinn“ þar sem frambjóðendur til alþingiskosninga koma fram í auglýsingum til að vekja athygli á nauðsyn blóðgjafa.

Íslenskir stjórnmálamenn sem hafa í aðdraganda kosninganna deilt hart hverjir á aðra komu saman í Blóðbankanum í dag til að sýna stuðning sinn við Blóðbankann í mesta bróðerni. Þeir söfnuðust saman til myndatöku í kringum Magnús Orra Schram á meðan hann gaf blóð. Sú mynd verður nýtt í blaðaauglýsingar fyrir kosningar undir slagorðinu „Ég styð blóðflokkinn“.

Eyþór Ingi Gunnarsson evróvisionsöngvari sat fyrir nokkrum dögum fyrir á myndum með Anneyju Birtu Jóhannesdóttur, sem er tíu ára gömul hetja sem hefur þurft að fara í nokkrar aðgerðir vegna hjartagalla og þurft á blóðgjöf að halda. Myndirnar verða notaðar í veggspjöld þar sem titill sigurlagsins „Ég á líf“er notaður sem slagorð fyrir blóðgjöf. Eyþór mætti í Blóðbankann í dag ásamt þeim Pétri Erni Gunnarssyni og Örlygi Smára, höfundi verðlaunalagsins. Þremenningarnir sungu saman sigurlagið ásamt blóðgjöfum, stjórnmálamönnum og öðrum gestum sem komnir voru í Blóðbankann til að fylgjast með.

Ásamt hefðbundnum Blóðbankaveitingum gæddu gestir og gangandi sér líka á grilluðum pyllsum í tilefni dagsins.

Hér má sjá umfjöllun mbl.is um daginn.