Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

05.09.2013 17:24

IYC 2013 - Amsterdam

 

Helgina 29. ágúst – 1. september tóku tveir meðlimir UBGFÍ, Fjóla Dögg Sigurðardóttir og Telma Huld Ragnarsdóttir, þátt í alþjóðlegri ráðstefnu ungmannadeilda blóðgjafafélaga. Ráðstefnan var að þessu sinni haldin í Amsterdam og var umfjöllunarefnið „blóðgjafar 2.0: næsta kynslóð til að gefa nýtt líf“.

Í ferðinni kynntumst við sjálfboðaliðum blóðgjafafélaga víðsvegar að en alls tóku 13 þjóðir þátt, allt frá frændum okkar dönum til Suður Kóreu og Líbanon. Tilgangur ráðstefnunnar var að kynnast mismunandi aðferðum til þess að safna blóðgjöfum og viðhalda þeim. Öll lönd kynntu sín verkefni og var frábært að sjá hversu frjóar hugmyndir hafa komið fram á mörgum stöðum. Við fórum í heimsókn í blóðbankann í Amsterdam og unnum verkefni um það hvernig má nýta nýjustu tækni við að ná til sem flestra eyrna. Einnig ræddum við möguleika um uppákomur á alþjóðablóðgjafadeginum og að áhugavert væri ef allar þjóðir tækju sig saman í sameiginlegum atburði – við erum jú öll að berjast fyrir sama markmiði sem er lífgjöf.

Ný stjórn er kosin á þriggja ára fresti og að þessu sinni fóru fram kosningar. Alice Simonetti frá Ítalíu var kosin sem formaður og Dimitris Tantsidis frá Grikklandi sem ritari. Ekki kom framboð til gjaldkera og mun Marijana B. Federoff fráfarandi formaður sinna því starfi um sinn, þar til framboð berst. Sú nýbreytni var einnig að kosinn var einn sjálfboðaliði frá hverri heimsálfu í stjórnina en tilgangurinn með því er að stuðla enn frekar að sameiningu félaga yfir allan heim.

Við sáum líka nokkur brot frá landi og þjóð, enda Amsterdam áhugaverður staður og margt fyrir stafni. Hollendingarnir buðu okkur í bátsferð um síki borgarinnar og við heimsóttum gamaldags lítið Hollenskt þorp þar sem við lærðum um það hvernig ostur er búinn til og fengum meira að segja að prófa Hollenska þjóðbúninginn!

Við komum heim sælar, kátar og fróðar og hlökkum til að hefja nýtt starfsár með UBGFÍ.